Innlent

Málverk eftir Tolla fór á 620 þúsund

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snorri ásamt Hafliða Breiðfjörð framkvæmdastjóra Fótbolta.net og og listamanninum Tolla fyrir framan málverkið.
Snorri ásamt Hafliða Breiðfjörð framkvæmdastjóra Fótbolta.net og og listamanninum Tolla fyrir framan málverkið.
Málverk eftir Tolla var á dögunum selt hæstbjóðanda á uppboði fyrir 620 þúsund krónur en öll upphæðin rann til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. Í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp kemur fram að það hafi verið fasteignasölunni Snorri Sigurfinnsson hjá Fasteignasölunni Bæ sem átti hæsta boðið en í tilkynningunni segir jafnframt:

„Það er mjög ánægjulegt  þegar framtak sem þetta er sett í gang og erum við hjá Fjölskylduhjálp Íslands mjög þakklát fyrir þennan rausnarlega stuðning að upphæð 620.000 frá Tolla sem gaf myndina  fyrir uppboðið og Hafliða Breiðfjörð framkvæmdastjóra Fótbolta.net. sem sá um alla framkvæmd uppboðsins. Það er Kolbeinn Blandon framkvæmdastjóri diesel.is sem átti upphaflegu hugmyndina og kom henni í gang.“

Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, varaformaður og Anna Valdís Jónsdóttir, stjórnarkona og verkefnisstjóri í Reykjanesbæ hjá Fjölskylduhjálp, ásamt listamanninum Tolla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×