ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 16:23 Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Vísir Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu. Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira