Fótbolti

Einfættur strákur sólaði vini sína upp úr skónum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Twitter/@gabe_carneiro
Brasilíski blaðamaðurinn Gabriel Carneiro birti athyglisvert myndband á Twitter-síðu sinni á dögunum en hann tók myndbandið upp símann sinn þegar hann var staddur á fótboltaleik í Argentínu.

Gabriel Carneiro er blaðamaður á Lance! sem er íþróttablað frá Rio de Janeiro sem kemur út daglega.

Hann varð vitni af fótboltaleik hjá ungum strákum á dögunum sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir einn strákanna.

Sá sem um ræðir var nefnilega á fullu að spila með vinum sínum þótt að hann sé einfættur.

Blaðamaðurinn var mættur til Argentínu þar sem brasilíska liðið Corinthians var að spila við heimamenn í Racing Club de Avellaneda í Suður-Ameríkukeppni félagsliða.

Það var búið að mála lítinn fótboltavöll við áhorfendastúkuna og þar voru strákarnir að spila.

Þar sem sést einfætti strákurinn sína rosaleg tilþrif þegar hann sólar vin sinn upp úr skónum og skora síðan í gegnum klofið á markverðinum. Frábær tilþrif hjá hvaða fótboltamanni sem er hvað þá manni sem er einfættur.

Undir myndbandið skrifaði Gabriel Carneiro síðan „Þegar einhver segir að hann hafi ekki gaman af fótbolta, sýnið honum þetta myndband.“

Það má sá Twitter-færslu Gabriel Carneiro hér fyrir neðan.



Það var ekkert skorað í þessum leik Racing Club de Avellaneda og Corinthians en heimamenn í Racing Club komust áfram á marki sem þeir skoruðu í 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×