Fótbolti

Sögulegur sigur hjá Chapecoense

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Chapecoense fagna á táknrænan hátt í nótt.
Leikmenn Chapecoense fagna á táknrænan hátt í nótt.
Brasilíska félagið Chapecoense vann í nótt sinn fyrsta sigur á erlendri grundu eftir að lið félagsins nánast þurrkaðist út í flugslysi í Kólumbíu.

Alls létust nítján manns frá félaginu í flugslysinu hræðilega.

Það hefur tekist nokkuð vel að halda félaginu á floti eftir þetta mikla álag enda allir boðnir og búnir til þess að hjálpa.

Félagið tekur nú þátt í Copa Libertadores, stærstu keppni Suður-Ameríku, í fyrsta skipti og vann flottan útisigur, 1-2, á Zulia frá Venesúela í nótt. Sigurinn fleytir liðinu á topp riðils númer sjö.

Uppgangur Chapecoense hefur verið ótrúlegur. Það komst upp í efstu deild í Brasilíu í fyrsta skipti árið 2014 og liðið var að fara að spila í undanúrslitum Copa Sudamericana er flugvél liðsins fórst.

Þrír leikmanna liðsins lifðu slysið af og tveir þeirra voru í leikmannahópi liðsins í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×