Saka ráðuneytið um skepnuskap og segja landlækni ljúga um Kumbaravog Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Árni Eyvindsson byggði sig upp á Kumbaravogi eftir slys og horfir nú með kvíða til framtíðarinnar út um gluggann á setustofu Snekkjunnar. Vísir/Eyþór Íbúar á Kumbaravogi er sárir og kvíðnir vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að loka heimilinu. Þeir segja ósannindi í skýrslu landlæknis um ástandið á heimilinu. „Það er skepnuskapur og svínarí hvernig er komið fram við okkur – að tilkynna þetta milli jóla og nýárs,“ segir Haukur Daðason, 91 árs íbúi. Eins og aðrir sem rætt er við á Kumbaravogi kveður Haukur ranga mynd dregna upp í skýrslum landlæknis af ástandinu á Kumbaravogi. „Þetta er einfaldlega lygi og fjarstæða. Það er með ólíkindum að menn í opinberri stöðu geti látið svona frá sér,“ segir hann hreint út.„Landlæknir ætti að skrifa skáldsögur,“ segir Haukur Daðason um innihald skýrslu landlæknis.Vísir/EyþórMeðal þess sem Haukur segir vera rangfærslur eru fullyrðingar um kulda og það að fjórir séu saman í herbergi sem sé liðin tíð. „Ég segi ekki að kannski megi ekki eitthvað betur fara, en hér er afskaplega góð umönnun og starfsfólkið einstakt. Ef fólki líður hvergi verr en hér þá er nú ekki mikið að í öldrunarmálunum.“ Þegar Fréttablaðið heimsótti Kumbaravog á miðvikudag voru heimilismenn samtals þrjátíu, 23 í aðalbyggingunni og sjö í svokallaðri Snekkju. Af þessum plássum eru 29 hjúkrunarrými og eitt dvalarrými. Íbúar á Kumbaravogi eru frá fimmtugu upp í 95 ára.Kaffitímunum á Kumbaravogi fer nú óðum fækkandi. Kunnugir segja að þar séu ávallt góðgerðir á borðum fyrir gesti og gangandi jafnt sem íbúa.Vísir/EyþórStarfsmaður frá svokallaðri færni- og heilsufarsnefnd mætti á staðinn milli jóla og nýárs og afhenti íbúunum bréf um lokun hjúkrunarheimilisins 31. mars næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem vísaði í skýrslu landlæknis um ástandið á heimilinu. „Fólki líður illa og er áhyggjufullt og margt á erfitt með svefn,“ segir Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi. Aðstandendur séu ekki síður áhyggjufullir. „Þeir hafa bæði hringt mikið og verið að koma.“Gangar eru bjartir og breiðir í aðalbyggingunni en þó talsvert þrengri í útbyggingunni Snekkjunni.Vísir/EyþórStarfsmönnum, sem eru um fimmtíu talsins í mismunandi starfshlutfalli, hefur verið sagt upp og eru í óvissu um sína framtíð. Á Kumbaravogi segir fólk að fjórir fulltrúar frá landlækni hafi heimsótt staðinn í desember. Þeir hafi ekki rætt við aðra en forstöðumanninn og hjúkrunarforstjórann og ekki leitað eftir viðhorfi íbúanna sjálfra.Hjónin Jón Friðrik Zóphaníasson og Rannveig Hansína Jónasdóttir voru áður aðskilin en sameinuðust á Kumbaravogi þar sem þau una hag sínum vel í tveimur samtengdum herbergjum.Vísir/EyþórJón Friðrik Zophaníasson býr á Kumbaravogi ásamt eiginkonu sinni, Rannveigu Hansínu Jónasdóttur, í tveimur samliggjandi herbergjum. Áður höfðu þau verið aðskilin um skeið og þau óttast hvað verði um þau. Jón er 83 ára og Rannveig er 81. „Við höfum það gott og viljum ekki fara héðan. Hér er frábært starfsfólk og aðbúnaður er mjög góður. Það er vel um okkur hugsað og fæðið er mjög gott,“ segir Jón. Íbúar og gestir spjalla um heima og geima í setustofunni. Þeim þykir ákvörðunin um lokun Kumbaravogs vera mikil ótíðindi.Vísir/Eyþór„Ég ætla ekki héðan eins og megnið af fólkinu. Við höfum það ákaflega gott og förum ekki héðan nema við verðum borin út,“ bætir Jón við ákveðinn. Jón tekur í sama streng og Haukur Daðason varðandi fullyrðingar landlæknisembættisins um stöðu mála á heimilinu. „Þetta eru bara ósannindi og blaður.“Guðný Hólm Birgisdóttir kveðst vera í áfalli yfir lokun Kumbaravogs. Hálftíræð móðir hennar verður flutt í Hveragerði.Vísir/EyþórIngunn Sighvatsdóttir, sem á árum áður var starfsmaður á Kumbaravogi, er nú íbúi þar, orðin 95 ára gömul. Dóttir hennar, Guðný Hólm Birgisdóttir, er í heimsókn. „Maður er í áfalli. Þetta er bara skelfilegt,“ segir Guðný og svipaður tónn er í öðrum sem eru gestkomandi á staðnum. Annar aðstandandi sem einnig er í heimsókn hjá 95 ára móður sinni segir til dæmis að síst langi hana til að standa í flutningum enda fari vel um hana á heimilinu.Árni Eyvindsson sýndi Fréttablaðsmönnum herbergið sitt.Vísir/EyþórÁrni Eyvindsson segist hafa lent í óhappi og komið á Kumbaravog fyrir fimm árum með sjúkrabíl. Hann þakkar það sérstaklega líkamsræktaraðstöðunni á staðnum að hann hafi náð sér á strik – fyrst í hjólastól, síðan á hækjur, þá með göngustaf þar til hann hafi getað gengið einn og óstuddur og það geri hann óspart í því fallega umhverfi sem heimilið sé í. „Það er ekki amalegt útsýni hér. Eyjafjallajökull og Hekla, það er ekki hægt að biðja um betra,“ segir Árni og bendir út um gluggann þegar hann sýnir okkur herbergið sitt í þeirri byggingu sem heitir Snekkjan og hýsir eingöngu karlmenn.Séð heim að Kumbaravogi. Aðstandendur hafa áhyggjur og koma til að huga að sínu fólki. Íbúar hjúkrunarheimilsins eru hægra megin í byggingunum.Vísir/EyþórÁrni gefur lítið fyrir aðfinnslur landlæknis. Þótt ef til vill sé ekki allt algerlega fullkomið hafi hann það frábært. „Mér líst alls ekkert á það að þurfa að fara héðan burt,“ segir Árni sem verður 68 ára í næsta mánuði. Í gær voru þrír íbúar á Kumbaravogi komnir með nýja vist. Ingunn Sighvatsdóttir fer í Hveragerði og einn karl á Hellu. Svo er það Haukur Daðason sem ætlar strax nú um helgina til Eyrarbakka þar sem hann ólst upp til sautján ára aldurs. „Ég ætla ekki að bíða eftir að verða fluttur hreppaflutningum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Fleiri fréttir Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi Sjá meira
Íbúar á Kumbaravogi er sárir og kvíðnir vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að loka heimilinu. Þeir segja ósannindi í skýrslu landlæknis um ástandið á heimilinu. „Það er skepnuskapur og svínarí hvernig er komið fram við okkur – að tilkynna þetta milli jóla og nýárs,“ segir Haukur Daðason, 91 árs íbúi. Eins og aðrir sem rætt er við á Kumbaravogi kveður Haukur ranga mynd dregna upp í skýrslum landlæknis af ástandinu á Kumbaravogi. „Þetta er einfaldlega lygi og fjarstæða. Það er með ólíkindum að menn í opinberri stöðu geti látið svona frá sér,“ segir hann hreint út.„Landlæknir ætti að skrifa skáldsögur,“ segir Haukur Daðason um innihald skýrslu landlæknis.Vísir/EyþórMeðal þess sem Haukur segir vera rangfærslur eru fullyrðingar um kulda og það að fjórir séu saman í herbergi sem sé liðin tíð. „Ég segi ekki að kannski megi ekki eitthvað betur fara, en hér er afskaplega góð umönnun og starfsfólkið einstakt. Ef fólki líður hvergi verr en hér þá er nú ekki mikið að í öldrunarmálunum.“ Þegar Fréttablaðið heimsótti Kumbaravog á miðvikudag voru heimilismenn samtals þrjátíu, 23 í aðalbyggingunni og sjö í svokallaðri Snekkju. Af þessum plássum eru 29 hjúkrunarrými og eitt dvalarrými. Íbúar á Kumbaravogi eru frá fimmtugu upp í 95 ára.Kaffitímunum á Kumbaravogi fer nú óðum fækkandi. Kunnugir segja að þar séu ávallt góðgerðir á borðum fyrir gesti og gangandi jafnt sem íbúa.Vísir/EyþórStarfsmaður frá svokallaðri færni- og heilsufarsnefnd mætti á staðinn milli jóla og nýárs og afhenti íbúunum bréf um lokun hjúkrunarheimilisins 31. mars næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem vísaði í skýrslu landlæknis um ástandið á heimilinu. „Fólki líður illa og er áhyggjufullt og margt á erfitt með svefn,“ segir Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi. Aðstandendur séu ekki síður áhyggjufullir. „Þeir hafa bæði hringt mikið og verið að koma.“Gangar eru bjartir og breiðir í aðalbyggingunni en þó talsvert þrengri í útbyggingunni Snekkjunni.Vísir/EyþórStarfsmönnum, sem eru um fimmtíu talsins í mismunandi starfshlutfalli, hefur verið sagt upp og eru í óvissu um sína framtíð. Á Kumbaravogi segir fólk að fjórir fulltrúar frá landlækni hafi heimsótt staðinn í desember. Þeir hafi ekki rætt við aðra en forstöðumanninn og hjúkrunarforstjórann og ekki leitað eftir viðhorfi íbúanna sjálfra.Hjónin Jón Friðrik Zóphaníasson og Rannveig Hansína Jónasdóttir voru áður aðskilin en sameinuðust á Kumbaravogi þar sem þau una hag sínum vel í tveimur samtengdum herbergjum.Vísir/EyþórJón Friðrik Zophaníasson býr á Kumbaravogi ásamt eiginkonu sinni, Rannveigu Hansínu Jónasdóttur, í tveimur samliggjandi herbergjum. Áður höfðu þau verið aðskilin um skeið og þau óttast hvað verði um þau. Jón er 83 ára og Rannveig er 81. „Við höfum það gott og viljum ekki fara héðan. Hér er frábært starfsfólk og aðbúnaður er mjög góður. Það er vel um okkur hugsað og fæðið er mjög gott,“ segir Jón. Íbúar og gestir spjalla um heima og geima í setustofunni. Þeim þykir ákvörðunin um lokun Kumbaravogs vera mikil ótíðindi.Vísir/Eyþór„Ég ætla ekki héðan eins og megnið af fólkinu. Við höfum það ákaflega gott og förum ekki héðan nema við verðum borin út,“ bætir Jón við ákveðinn. Jón tekur í sama streng og Haukur Daðason varðandi fullyrðingar landlæknisembættisins um stöðu mála á heimilinu. „Þetta eru bara ósannindi og blaður.“Guðný Hólm Birgisdóttir kveðst vera í áfalli yfir lokun Kumbaravogs. Hálftíræð móðir hennar verður flutt í Hveragerði.Vísir/EyþórIngunn Sighvatsdóttir, sem á árum áður var starfsmaður á Kumbaravogi, er nú íbúi þar, orðin 95 ára gömul. Dóttir hennar, Guðný Hólm Birgisdóttir, er í heimsókn. „Maður er í áfalli. Þetta er bara skelfilegt,“ segir Guðný og svipaður tónn er í öðrum sem eru gestkomandi á staðnum. Annar aðstandandi sem einnig er í heimsókn hjá 95 ára móður sinni segir til dæmis að síst langi hana til að standa í flutningum enda fari vel um hana á heimilinu.Árni Eyvindsson sýndi Fréttablaðsmönnum herbergið sitt.Vísir/EyþórÁrni Eyvindsson segist hafa lent í óhappi og komið á Kumbaravog fyrir fimm árum með sjúkrabíl. Hann þakkar það sérstaklega líkamsræktaraðstöðunni á staðnum að hann hafi náð sér á strik – fyrst í hjólastól, síðan á hækjur, þá með göngustaf þar til hann hafi getað gengið einn og óstuddur og það geri hann óspart í því fallega umhverfi sem heimilið sé í. „Það er ekki amalegt útsýni hér. Eyjafjallajökull og Hekla, það er ekki hægt að biðja um betra,“ segir Árni og bendir út um gluggann þegar hann sýnir okkur herbergið sitt í þeirri byggingu sem heitir Snekkjan og hýsir eingöngu karlmenn.Séð heim að Kumbaravogi. Aðstandendur hafa áhyggjur og koma til að huga að sínu fólki. Íbúar hjúkrunarheimilsins eru hægra megin í byggingunum.Vísir/EyþórÁrni gefur lítið fyrir aðfinnslur landlæknis. Þótt ef til vill sé ekki allt algerlega fullkomið hafi hann það frábært. „Mér líst alls ekkert á það að þurfa að fara héðan burt,“ segir Árni sem verður 68 ára í næsta mánuði. Í gær voru þrír íbúar á Kumbaravogi komnir með nýja vist. Ingunn Sighvatsdóttir fer í Hveragerði og einn karl á Hellu. Svo er það Haukur Daðason sem ætlar strax nú um helgina til Eyrarbakka þar sem hann ólst upp til sautján ára aldurs. „Ég ætla ekki að bíða eftir að verða fluttur hreppaflutningum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Fleiri fréttir Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi Sjá meira