Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Ólympíumeistaraliði Danmerkur unnu sigur á Svíþjóð, 27-25, í æsispennandi og skemmtilegum Íslendingaslag í D-riðli HM 2017 í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson þjálfar sænska liðið en þetta er fyrsti leikurinn sem hann tapar síðan hann tók við Svíum.
Jafnt var á með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleikinn settu Danir í gírinn og komust mest sex mörkum yfir, 14-8. Svíar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan 14-10 eftir 30 mínútur.
Kristján Andrésson geymdi fyrirliðann og hornamanninn Niclas Ekberg á bekknum í fyrri hálfleiknum en hann kom sjóðandi heitur inn í þann síðari og skoraði sjö mörk í tólf skotum. Hann var markahæstur í sænsk liðinu.
Með hornamanninn í þessu stuði minnkaði Svíþjóð muninn nokkrum sinnum niður í eitt mark en Danir höfðu alltaf frumkvæðið og leikurinn var aldrei jafn í seinni hálfleiknum. Jim Gottfridson minnkaði muninn í 26-25 þegar rúm mínúta var eftir en Danir fengu síðustu sóknina, marki yfir.
Þegar allt stefndi í leiktöf og að Svíar myndu fá tækifæri til að jafna metin barst boltinn út í hornið á íslenska Danann Hans Óttar Lindberg sem innsiglaði sigur Ólympíumeistaranna, 27-25.
Mikkel Hansen var markahæstur eins og svo oft áður í danska liðinu með átta mörk en Kasper Söndergaard skoraði fjögur mörk. Niklas Landin var geggjaður í markinu með 23 varin skot eða 48 prósent hlutfallsmarkvörslu.
Danir eru í efsta sæti D-riðils með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki en Svíar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Guðmundur hafði betur í æsispennandi Íslendingaslag
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
