Tillerson segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 13:35 Kínverjar héldu nýverið umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00
Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38