Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 13:45 Theodór Elmar og Kristinn Jónsson í baráttunni í Kína. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira