Erlent

Kalla eftir því að öryggi borgara í Mósúl verði tryggt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Aðgerðir íraska hersins í vesturhluta Mósúl hefjast á næstu dögum.
Aðgerðir íraska hersins í vesturhluta Mósúl hefjast á næstu dögum. Vísir/AFP
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna kalla eftir því að öryggi hundruða þúsunda almennra borgara sem sitja fastir í vesturhluta Mósúlborgar í Írak, verði tryggt. Íraski herinn býr sig nú undir að ráðast til atlögu gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki, en þau ráða lögum og lofum í vesturhluta borgarinnar.

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, Lise Grande, segir í samtali við fréttastofu BBC að öryggi almennra borgara hafi verið í forgangi þegar íraski herinn náði austurhluta borgarinnar á sitt vald.

Hún segir þó að vesturhluti borgarinnar vekji áhyggjur að því leytinu til að götur í þeim hluta eru þrengri og því erfiðara að tryggja öryggi almennra borgara. Hún kallar eftir því að íraski herinn fari varlega í aðgerðum sínum, sem taldar eru hefjast bráðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×