Erlent

Seinfeld-leikarinn Warren Frost er látinn

atli ísleifsson skrifar
Grace Zabriskie og Warren Frost í Seinfeld-þáttunum.
Grace Zabriskie og Warren Frost í Seinfeld-þáttunum.
Bandaríski leikarinn Warren Frost er látinn, 91 árs að aldri. Frost gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sín í þáttunum Seinfeld, Matlock og Twin Peaks.

Leikarinn fór með hlutverk Dr Will Hayward í þáttunum Twin Peaks sem nutu mikilla vinsælda í upphafi tíunda áratugarins, þar sem persóna hans átti mikinn þátt í að hafa uppi á morðingja Lauru Palmer. Í Seinfeld fór hann með hlutverk föður Susan Ross og þar með tengdaföður George Costanza.

Áður en Frost gerðist leikari starfaði hann í bandaríska sjóhernum og var einn þeirra sem tók þátt í innrásinni í Normandy í seinna stríði.

Í frétt BBC segir að Frost muni koma fyrir í framhaldsþáttum Twin Peaks sem frumsýndir verða í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×