Erlent

Bjóða upp síma sem Hitler notaði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Búist er við að síminn fari á allt að 300 þúsund Bandaríkjadali.
Búist er við að síminn fari á allt að 300 þúsund Bandaríkjadali. vísir/afp
Sími sem Adolf Hitler notaði í seinni heimstyrjöldinni verður seldur á uppboði í Bandaríkjunum um helgina. Nafn nasistaforingjans er áletrað á símann en hann fannst í neðanjarðarbyrgi í Berlín þar sem Hitler hafðist við í frá upphafi árs 1945.

Sovéskir hermenn gáfu breska liðsforingjanum Sir Ralph Reyner símann eftir uppgjöf Þjóðverja í maí 1945. Sonur Reyner hefur ákveðið að setja símann, sem er rauður að lit, á sölu en hann vill fá að minnsta kosti 100 þúsund Bandaríkjadali, eða ríflega 11 milljónir íslenskra króna fyrir hann. Búist er við að síminn fari á allt að 300 þúsund dali.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir forsvarsmönnum uppboðshússins, sem er í Chesapeake City í Maryland, að síminn hafi í raun verið morðvopn því Hitler hafi notað hann til þess að gefa hermönnum sínum skipanir.

Nafn Hitlers er áletrað á símann.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×