Fótbolti

Óvæntur sigur Lokeren á toppliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar stýrði Lokeren til sigurs í dag.
Rúnar stýrði Lokeren til sigurs í dag. vísir/getty
Eftir sex leiki í röð án sigurs vann Lokeren loks leik þegar liðið fékk Club Brugge í heimsókn í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-0, Lokeren í vil.

Sigurinn var óvæntur en Club Brugge situr á toppi deildarinnar og er ríkjandi meistari í Belgíu.

Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans eru í 11. sæti deildarinnar með 29 stig.

Ari Freyr Skúlason lék ekki með Lokeren í dag vegna meiðsla.

Gary Martin kom inn á sem varamaður á 84. mínútu fyrir markaskorarann Tom De Sutter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×