Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi atli ísleifsson skrifar 20. febrúar 2017 15:22 Frá Malmö. Vísir/Getty Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“ Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“
Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15