Erlent

Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. vísir/getty
Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. Með lögbanninu hindrar dómarinn það að bannið taki gildi og þýðir þetta því að fólki frá löndunum sex sem bannið tók til er frjálst að ferðast til Bandaríkjanna.

Er þetta annað ferðabannið sem Trump reynir á að koma á með sérstakri tilskipun síðan hann tók við embætti forseta í janúar en alríkisdómari í Washington-ríki setti einnig lögbann á fyrra ferðabannið.  

Þá tóku Trump og hans menn sér meira en mánuð í að skrifa upp nýtt bann þar sem Írak er ekki lengur á bannlistanum. Nýja bannið nær svo heldur ekki til þeirra sem eru nú þegar með græna kortið og vegabréfsáritun í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir þetta taldi alríkisdómarinn Derrick Watson í Hawaii að bannið stæðist ekki lagalegar kröfur. Hann setti því lögbann á það eins og áður segir en dómarinn mat það sem svo að ferðabannið stæðist ekki stjórnarskrá.

Þeir sem kærðu bannið byggðu á því að í því fælist mismunun á grundvelli trúarbragða en múslimar eru í meirihluta í löndunum sex sem bannið nær til.

Nánar má lesa um málið á vef New York Times.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×