Erlent

Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla leitar að manninum á þessari mynd.
Lögregla leitar að manninum á þessari mynd.
Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka.

Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn.

SVT greinir frá því að lögregla á vettvangi hefur staðfest að þrír hið minnsta séu látnir og átta slasaðir. Lögregla segir að enginn hafi verið handtekinn en að umfangsmiklar aðgerðir standa yfir.

Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.

Sjónarvottar segja að vörubílnum hafi verið ekið frá Odenplan, um 500 metra leið niður Drottninggatan þar til hann hafnaði inni í verslun Åhlens, í ilmvatndeildinni.


Tengdar fréttir

Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×