Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Randers voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar.
Randers mætti Bröndby í dag í 8-liða úrslitunum í dag og þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma leiddu strákarnir hans Ólafs, 2-1.
En Hany Mukhtar jafnaði metin á ögurstundu og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Bröndby sterkari aðilinn, skoraði tvö mörk og tryggði sér 2-4 sigur og sæti í undanúrslitunum.
Hannes Þór Halldórsson sat á bekknum hjá Randers. Hjörtur Hermannsson byrjaði á bekknum hjá Bröndby en kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og átti þátt í ótrúlegri endurkomu liðsins.
Strákarnir hans Ólafs sprungu á limminu í framlengingu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
