Kjartan Henry Finnbogason er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet fyrir frammistöðu sína í leik Horsens og Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær.
Kjartan Henry skoraði fyrra mark Horsens í leiknum og jafnaði þá metin í 1-1. Sjálfsmark leikmanns Randers tryggði Horsens svo sigurinn.
Þetta var áttunda deildarmark Kjartans Henrys á tímabilinu en hann er markahæsti leikmaður Horsens í dönsku deildinni.
Í umsögn Tipsbladet segir að Kjartan Henry sé einn af þeim bestu í dönsku deildinni að klára færin sín. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem hann er í liði umferðarinnar hjá blaðinu.
Kjartan Henry og félagar eru á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þeir mæta Viborg í tveimur leikjum, sá fyrri er á föstudaginn og hinn á mánudaginn.
Í þriðja sinn í liði umferðarinnar

Tengdar fréttir

Kjartan Henry skoraði í Íslendingaslag
Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Horsens bar sigurorð af Randers, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.