Samkvæmt frétt BBC segja öryggissérfræðingar að árásirnar tengist og á meðal þeirra stofnana sem hafa orðið fyrir árásum eru sjúkrahús í Bretlandi.
Sjá einnig: Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara.
Starfsmaður fyrirtækisins Avast, sem sérhæfir sig í tölvuvörnum segir að fyrirtækið hafi greint minnst 57 þúsund sambærilegar árásir í dag. Flestar þeirra í Rússlandi, Úkraínu og í Taívan.
57,000 detections of #WannaCry (aka #WanaCypt0r aka #WCry) #ransomware by Avast today. More details in blog post: https://t.co/PWxbs8LZkk
— Jakub Kroustek (@JakubKroustek) May 12, 2017
Þá segir enn fremur að vírusnum hafi verið dreift með aðferð sem hópur hakkara sem tengist NSA hafi þróað. Þeirri aðferð hafi þó verið stolið af öðrum hópi hakkara og birt á internetinu. Microsoft gaf út svokallaðan plástur til að loka á áðurnefndan öryggisgalla nú í mars.