Erlent

Gíslatökunni í Newcastle lokið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Byker er hverfi í bresku borginni Newcastle.
Byker er hverfi í bresku borginni Newcastle. mynd/google
Maður sem tók starfsfólk miðstöðvar fyrir atvinnuleitendur í Byker-hverfi Newcastle í gíslingu nú í morgunsárið hefur sleppt fólkinu.

Hann var vopnaður hníf og kom í miðstöðina í morgun en starfsfólkið þekkir til hans og er málið ekki rannsakað sem hryðjuverk.

Samningamenn lögreglunnar komu á staðinn og þá var vegum að svæðinu lokað í varúðarskyni.

Að sögn lögreglu stakk maðurinn engan og ekki er talið að neinn sé slasaður.

Stúdentaíbúðir sem eru í grennd við staðinn voru rýmdar og þá var Byker-lestarstöðinni verið lokað.

Fréttin var uppfærð klukkan 09:53.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×