Erlent

Ólöglegt sælgæti á nammibar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stundum er sælgæti ólöglegt í 
Danmörku.
Stundum er sælgæti ólöglegt í Danmörku. Vísir/Stefán
Skattayfirvöld í Danmörku lögðu á dögunum hald á yfir tvö tonn af ólöglega innfluttu sælgæti ætluðu fyrir nammibar í verslun á Jótlandi.

Svindl með sælgæti er farið að breiðast út um landið en áður var það aðallega stundað í Kaupmannahöfn, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins.

Aðgerðir skattayfirvalda eru í samvinnu við dönsku matvælastofnunina sem kannar hvort sælgætið standist þær gæðakröfur sem gerðar eru í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×