Erlent

Sameiginlegur ESB-saksóknari

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Saksóknarinn á einkum að fást við svindl með sameiginlega sjóði sambandsins.
Saksóknarinn á einkum að fást við svindl með sameiginlega sjóði sambandsins. vísir/stefán
Tuttugu aðildarríki Evrópusambandsins, ESB, hyggjast setja á laggirnar sameiginlegt saksóknaraembætti, EPPO. Saksóknarinn á einkum að fást við svindl með sameiginlega sjóði sambandsins.

Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, Vera Jourova, vill að þátttaka í EPPO verði skilyrði fyrir greiðslu úr sjóði sem styrkir fátækari aðildarríki sambandsins. Hún segir málið ekki bara snúast um peninga, heldur traust skattgreiðenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×