Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2017 19:58 Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, utanríkisráðherra Katar, er kokhraustur þrátt fyrir mótlætið. Vísir/AFP Stjórnvöld í Katar segjast ekki ætla að láta undan þrýstingi annarra arabaríkja og gefa eftir fullveldi sitt í utanríkismálum þrátt fyrir að þau hafi einangrað landið með viðskiptaþvingunum. Emírinn í Kúvaít er á meðal þeirra sem reyna nú að miðla málum og ná friðsamlegri lausn á deilunni. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Egyptaland eru á meðal þeirra arabaríkja sem slitu tengsl við Katar um síðustu helgi. Ríkin saka stjórnvöld í Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi og Írani. Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, utanríkisráðherra Katar, segist ekki hafa séð neinar kröfur frá ríkjunum sem hafa slitið á tengslin við landið en að deila verði leyst friðsamlega, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við erum ekki tilbúin að gefast upp og við verðum aldrei tilbúin til að gefast eftir sjálfstæði utanríkisstefnu okkar,“ sagði ráðherrann.Reyna að koma í veg fyrir að ástandið versniRefsiaðgerðirnar hafa valdið nokkurri upplausn í Katar en landamæri þess að Sádí-Arabíu eru þau einu sem liggja að landi. Óttast fólk þar verðhækkanir og vöruskort. Langar raðir hafa myndast við kjörbúðir í landinu. Utanríkisráðherrann segist þó ekki óttast matvælaskort. „Við getum lifað að eilífu svona. Við eru vel undirbúin,“ segir hann. Erindreki stjórnvalda í Kúvaít sem reynir að miðla málum segist telja að það eigi eftir að taka tíma að ná sáttum. Nú snúist málaleitanir helst um að koma í veg fyrir að ástandið versni. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins. 6. júní 2017 22:50 Mjólkin búin í búðinni Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. 7. júní 2017 20:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Stjórnvöld í Katar segjast ekki ætla að láta undan þrýstingi annarra arabaríkja og gefa eftir fullveldi sitt í utanríkismálum þrátt fyrir að þau hafi einangrað landið með viðskiptaþvingunum. Emírinn í Kúvaít er á meðal þeirra sem reyna nú að miðla málum og ná friðsamlegri lausn á deilunni. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Egyptaland eru á meðal þeirra arabaríkja sem slitu tengsl við Katar um síðustu helgi. Ríkin saka stjórnvöld í Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi og Írani. Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, utanríkisráðherra Katar, segist ekki hafa séð neinar kröfur frá ríkjunum sem hafa slitið á tengslin við landið en að deila verði leyst friðsamlega, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við erum ekki tilbúin að gefast upp og við verðum aldrei tilbúin til að gefast eftir sjálfstæði utanríkisstefnu okkar,“ sagði ráðherrann.Reyna að koma í veg fyrir að ástandið versniRefsiaðgerðirnar hafa valdið nokkurri upplausn í Katar en landamæri þess að Sádí-Arabíu eru þau einu sem liggja að landi. Óttast fólk þar verðhækkanir og vöruskort. Langar raðir hafa myndast við kjörbúðir í landinu. Utanríkisráðherrann segist þó ekki óttast matvælaskort. „Við getum lifað að eilífu svona. Við eru vel undirbúin,“ segir hann. Erindreki stjórnvalda í Kúvaít sem reynir að miðla málum segist telja að það eigi eftir að taka tíma að ná sáttum. Nú snúist málaleitanir helst um að koma í veg fyrir að ástandið versni.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins. 6. júní 2017 22:50 Mjólkin búin í búðinni Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. 7. júní 2017 20:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins. 6. júní 2017 22:50
Mjólkin búin í búðinni Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. 7. júní 2017 20:00
Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27