Erlent

Britney Spears varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum

Kjartan Kjartansson skrifar
Rússneskir hakkarar virðast hafa ráðist á Instagram-síðu Britneyjar Spears.
Rússneskir hakkarar virðast hafa ráðist á Instagram-síðu Britneyjar Spears. Mynd/Getty
Töluþrjótar sýktu Instagram-síðu söngkonunnar Britney Spears með spilliforriti með því að birta athugasemdir við myndir á síðunni. Athugasemdirnar litu út eins og ruslpóstur en forritið beindi netverjum svo inn á aðrar síður.

Í frétt breska ríkisútvarpinu BBC kemur fram að spilliforritið heitir Turla en það hefur verið notað til að ná til stjórnsýslustarfsmanna, erindreka og annarra embættismanna. Talið er að hakkarahópur með tengsl við rússnesk stjórnvöld hafi búið forritið til.

Spilliforritið lét netnotendur ná í sýkta viðbót við Firefox-vefvafrann. Jean-Ian Boutin, rannsakandi hjá netöryggisfyrirtækinu Eset sem uppgötvaði að hefði sýkt Instragram-síðu Spears, segir að notkun hakkaranna á samfélagsmiðlum geri netöryggisfólki erfiðara fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×