Erlent

Könnun: Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins

Kjartan Kjartansson skrifar
Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands ef marka má könnun The Independent.
Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands ef marka má könnun The Independent. Vísir/AFP
Breski Íhaldsflokkurinn mælist með tíu prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn í skoðanakönnun sem gerð var fyrir dagblaðið The Independent. Fari kosningarnar á þann veg væri það stærsti sigur flokksins frá því í tíð Margaretar Thatcher.

Samkvæmt könnuninni fengi Íhaldsflokkurinn 44% atkvæða gegn 34% Verkamannaflokksins. Flokkurinn hefði samkvæmt þessu 74 sæta þingmeirihluta og bætti við sig 31 þingmanni. Verkamannaflokkurinn tapaði tuttugu þingmönnum.

Frjálslyndir demókratar mælast með 9% fylgi, Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) 5% og Græningjar 2%. Kosið verður til þings á Bretlandi á morgun.

Blaðið segir að könnunin leiði í ljós að margir kjósendur efist um að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, geti fjármagnað útgjaldaaukningu sem hann hefur boðað. Þá vantreysti þeir honum þegar kemur að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þjóðaröryggismálum. 


Tengdar fréttir

Barist um útgönguatkvæðin

Bretar ganga að kjörborðinu á morgun. Óljóst er hvort Íhaldsflokkurinn muni ná hreinum meirihluta eður ei. Leiðtogar stærstu flokkanna tveggja virðast báðir einblína á þau kjördæmi sem vildu segja skilið við ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×