Erlent

Misstu samband við búrmíska herflugvél með 116 um borð

Atli Ísleifsson skrifar
Leit stendur nú yfir að herflugvélinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Leit stendur nú yfir að herflugvélinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Flugstjórn í Búrma hefur misst samband við þarlenda herflugvél með 116 manns um borð.

Talsmaður búrmíska hersins segir í samtali við AFP að vélin hafi horfið af ratsjám á flugi sínu frá borginni Myeik í suðurhluta landsins á leið til stórborgarinnar Rangoon.

Leit stendur nú yfir að vélinni en í yfirlýsingu frá hernum segir að flugstjórn hafi misst samband við vélina klukkan 13:35 að staðartíma, eða 7:35 að íslenskum tíma í morgun, þegar vélin var stödd um þrjátíu kílómetrum vestur af bænum Dawei.

Uppfært 12:32:

AFP greinir frá því að búið sé að finna brak úr vélinni í sjónum vestur af Búrma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×