Erlent

Loka á tilkynningar í iPhone við akstur

Kjartan Kjartansson skrifar
Það getur valdið slysum að nota snjallsíma undir stýri.
Það getur valdið slysum að nota snjallsíma undir stýri. Vísir/Getty
Ökumenn geta valið að loka á tilkynningar sem birtast á snjallsímanum sínum á meðan þeir eru undir stýri í nýrri útgáfu af stýrikerfi fyrir iPhone sem Apple hyggst brátt gefa út.

Með því að kveikja á valmöguleikanum „Ekki trufla við akstur“ birtir síminn ekki tilkynningar þegar hann er tengdur við bíl í gegnum Bluetooth eða snúru eða á meðan bíllin hreyfist. Berist smáskilaboð á meðan bíllinn er á hreyfingu er hægt að stilla símann þannig að hann sendi sjálfkrafa svar til baka um að eigandinn sé að keyra.

Valmöguleikinn verður hluti af iOS 11-stýrikerfinu fyrir snjalltæki Apple samkvæmt frétt CNN. Hann mun einnig læsa skjá símans til að koma í veg fyrir að ökumenn freistist til að opna smáforrit undir stýri. Farþegar í bílnum munu geta slökkt á stillingunni.

Átta Bandaríkjamenn farast í bílslysum vegna truflunar við akstur á hverjum degi samkvæmt upplýsingum bandarísku umferðaröryggisstofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×