Erlent

Lögregla í París kölluð út vegna skothvella við Notre Dame

Atli Ísleifsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa
Notre Dame í París.
Notre Dame í París. Vísir/Getty
Uppfært 17:41



Samkvæmt frétt á vef BBC er lögreglumaðurinn sem ráðist var á ekki alvarlega slasaður.



Þar er haft eftir Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, að árásarmaðurinn hafi hrópað „þetta er fyrir Sýrland“ á meðan á árásinni stóð. Hann var vopnaður eldhúshníf og samkvæmt skilríkjum sem hann gekk með á sér er hann nemi frá Alsír. Hann hefur þó enn ekki verið nafngreindur, en hann var færður á sjúkrahús þar sem gert er að sárum hans.



Ferðamenn flúðu vettvang á meðan á árásinni stóð en nokkur hundruð manns voru inni í kirkjunni þegar árásinn átti sér stað.



Lögregla í París var kölluð út eftir að tilkynning barst um skothvelli og ringulreið við kirkjuna Notre Dame í miðborg Parísar í dag. Lögregla hefur beðið almenning um að halda sig fjarri svæðinu.

Reuters greinir frá því að maður hafi ráðist á lögreglumann við kirkjuna með hamri. Lögregla hafi svo skotið manninn í brjóstkassann, en árásarmaðurinn ku vera á lífi. 

Reuters hefur eftir lögreglu að bæði lögreglumaðurinn og árásarmaðurinn hafi særst, en ekki sé vitað hve alvarlega.

Neyðarástand hefur ríkt í Frakklandi frá því að 130 manns létu lífið í hryðjuverkaárás í nóvember 2015.



Hægt er að fylgjast með útsendingu Sky að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×