Innlent

Opnað fyrir aðra akrein við Klambratún

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nú má keyra tvær akreinar við Klambratún aftur.
Nú má keyra tvær akreinar við Klambratún aftur. Vísir/Jói K
Tvær akreinar eru nú opnar á Miklubraut við Klambratún í dag. Akreinum hafði verið fækkað tímabundið frá Lönguhlíð og að Rauðarárstíg á meðan vegaframkvæmdum stendur en bæta á við forgansrein fyrir strætó ásamt endurnýjun ganstétta og hjólaleiða.

Verktakinn Bjössi ehf. hefur séð um framkvæmdina, sem hlotið hefur mikla athygli enda framkvæmdir haft nokkra töf í för með sér fyrir akandi vegfarendur.

Í samtali við Vísi segir Björn Sigurðsson, eigandi og forstjóri Bjössa ehf. að verkinu hafi lokið fyrir áætlun en ekki átti að opna fyrir aðra akrein þar til í lok sumars.

„Verkið fór nokkuð langt fram úr áætlun og við erum bara sáttir með það. Akreinin opnaði á föstudagsmorguninn.“

Spurður hvers vegna svo hafi verið vildi Björn ekki tjá sig efnislega um það heldur vísaði hann á Reykjavíkurborg. Áður hefur komið fram að verktakinn hafi verið bundinn af opnunartíma jarðvegstippsins í Bolöldu og hafi því ekki getað unnið verkið hraðar.

En nú er ljóst að akandi vegfarendur sem þreyttir voru á töfum við Miklubraut geta tekið gleði sína á ný.


Tengdar fréttir

Verktakinn við Miklubraut bundinn af opnunartíma tippsins

Björn Sigurðsson, eigandi og forstjóri Bjössa ehf., verktakafyrirtækisins sem vinnur að framkvæmdum við Miklubraut segir að hann sé bundinn af opnunartíma jarðvegstippsins í Bolöldu og geti því ekki unnið verkið hraðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×