Erlent

Tólf ára stúlka frá Kaliforníu vann Spelling Bee keppnina

Atli Ísleifsson skrifar
Ananya Vinay.
Ananya Vinay. Vísir/afp
Hin tólf ára Ananya Vinay frá Kaliforníu vann sigur á úrslitakvöldi bandarísku réttritunarkeppninnar, National Spelling Bee, sem fram fór í nítugasta sinn í gærkvöldi.

Vinay vann með því að stafsetja orðið „marocain“ rétt, sem er franskt orð fyrir ákveðna gerð af efni sem notað er til fatagerðar.

Stúlkan hlaut rúmlega 40 þúsund Bandaríkjadali, um fjórar milljónir íslenskra króna, í verðlaunafé.

Rohan Rajeev lenti í öðru sæti keppninnar, en beið lægri hlut eftir að hafa mistekist að stafsetja orðið  „marram“ rétt, en um er að ræða orð yfir gras sem vex á strönd.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2013 þar sem einn sigurvegari er krýndur en síðustu þrjú ár hefur keppninni lokið með jafntefli í úrslitaeinvíginu og því tveir sigurvegarar krýndir.

Að neðan má sjá innslag NBC um hina sex ára Edith Fuller sem var yngsti keppandinn í sögu keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×