Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 08:07 Lögreglan hefur birt myndir innan úr turninum sem sýna vel eyðilegginguna sem eldurinn olli. vísir/epa Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18