Erlent

Vilja banna fatnað sem hylur andlit í norskum skólum

Atli Ísleifsson skrifar
Bannið mun ná til niqab, gríma og lambhúshetta, en ekki hijab, derhúfa eða húfa.
Bannið mun ná til niqab, gríma og lambhúshetta, en ekki hijab, derhúfa eða húfa. Vísir/Getty
Norska ríkisstjórnin vill banna fólki í norskum skólum og leikskólum að klæðast slæðum eða öðrum fatnaði sem hylur andlit viðkomandi. Per Sandberg, ráðherra innflytjendamála, segir að slíkt eigi ekki heima í norsku samfélagi.

Ríkisstjórnin hefur unnið að smíði lagafrumvarps þessa efnis síðan í haust og var það kynnt fjölmiðlum fyrr í dag. Bannið mun ná til niqab, gríma og lambhúshetta, en ekki hijab, derhúfa eða húfa.

Menntamálaráðherrann Torbjørn Røe Isaksen segir að fatnaður sem hylur andlit komi í veg fyrir góð samskipti og lærdóm.

Sandberg, ráðherra Framfaraflokksins, fagnaði frumvarpinu sem kynnt var í dag, en hann segir hann að slíkur fatnaður stuðli að undirokun kvenna og að slíkt verði ekki liðið.

Í frétt NRK segir að norska þingið hafi hafnað tillögu Framfaraflokksins um að banna fólki að klæðast búrkum eða niqab á opinberum stöðum árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×