Erlent

Tvær ungar stúlkur létust eftir að hafa verið í bíl yfir nótt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tvær ungar systur létust í Texas í vikunni eftir að móðir þeirra skildi þær eftir í bíl í fimmtán klukkutíma í 32 gráðu heitu veðri.
Tvær ungar systur létust í Texas í vikunni eftir að móðir þeirra skildi þær eftir í bíl í fimmtán klukkutíma í 32 gráðu heitu veðri. Skjáskot/Google
Tvær ungar systur létust í Texas í vikunni eftir að móðir þeirra skildi þær eftir í bíl í fimmtán klukkutíma í 32 gráðu hita.

Að sögn lögreglu skildi móðir þeirra stúlkurnar, sem voru eins og tveggja ára, eftir í bíl klukkan 21 á þriðjudagskvöld til að heimsækja vini.

Stúlkurnar grétu um nóttina en móðirin er sögð hafa hunsað grátur barnanna og sneri til baka á hádegi daginn eftir.

Amanda Hawkins, nítján ára gömul móðir stúlknanna, skildi þær eftir í bílnum til að heimsækja 16 ára gamlan vin í bænum Kerrville í nágrenni við borgina San Antonio.

Talið er að vinurinn hafi á einhverjum tímapunkti einnig sofið í bílnum á meðan börnin voru þar en þeim var ekki á neinum tímapunkti hleypt út.

Þegar Hawkins tók börnin úr bílnum að hádegi daginn eftir voru þær báðar meðvitundarlausar. Reyndi hún þá að baða þær en hringdi ekki á sjúkrabíl af ótta við að lenda í vandræðum.

Eftir hvatningu frá vini fór hún loks með stúlkurnar á sjúkrahús. Í frétt BBC segir að hún hafi þar sagt starfsfólki að hún hafi ásamt vini sínum og börnum verið að leik við nálægt stöðuvatn og að stúlkurnar hafi misst meðvitund eftir að hafa þefað af blómum.

Stúlkurnar voru strax sendar á háskólasjúkrahús í San Antonio þar sem þær létust klukkan 17 á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×