Fótbolti

Þriggja marka tap gegn Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert var fyrirliði Íslands í dag.
Albert var fyrirliði Íslands í dag. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 3-0 fyrir því enska í dag, en leikið var fyrir luktum dyrum á St. George's Park í Englandi.

England er með virkilega sterkt lið í þessum árgangi og í byrjunarliði Englands í dag voru meðal annars Rob Holding, leikmaður Arsenal, og Mason Holgat, leikmaður Everton.

Á bekknum voru svo ekki síðri nöfn á borð við Calum Chambert, James-Ward Prowse og Jordan Pickfod en þetta eru allt leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru í undirbúningi fyrir EM sem hefst 16. júní.

Albert Guðmundsson var fyrirliði Íslands, en mörkin komu öll á síðustu tuttugum mínútum leiksins eða á 70., 80., og 90. mínútu.

Byrjunarlið Íslands: Sindri Kristinn Ólafsson (m), Alfons Sampsted, Felix Örn Friðriksson, Hans Viktor Guðmundsson, Axel Óskar Andrésson, Samúel Kári Friðjónsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Viktor Karl Einarsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Albert Guðmundsson (f), Óttar Magnús Karlsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×