Erlent

40 prósent vilja Swexit yfir evru

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ráðherrar segja sænsku þjóðina eiga að ákveða um evru.
Ráðherrar segja sænsku þjóðina eiga að ákveða um evru. Vísir/AFP
Fjórir af hverjum 10 Svíum myndu sætta sig við evru ef það væri skilyrði fyrir því að fá að vera í Evrópusambandinu, ESB. Jafnmargir myndu heldur vilja ganga úr sambandinu (það er Swexit), að því er niðurstöður könnunar á vegum SEB-bankans sýna.

Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í lok maí að öll aðildarríki ESB ættu að hafa tekið upp evru fyrir árið 2025. Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB vísaði þessu fljótt á bug. Þá höfðu sænskir ráðherrar þegar lýst því yfir að það væri sænska þjóðin sem tæki ákvörðun um hvort og hvenær evra yrði tekin upp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×