Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:26 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, lætur sér fátt um finnast þó erlendir þjóðarleiðtogar finni að blóðugu stríði hans gegn fíkniefnasölum. Vísir/EPA Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum. Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum.
Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00
Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10
Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32