Mosul: Ódæði framin í nafni hefndar Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2017 14:30 Íbúi Mosul fer fram hjá hermanni. Vísir/AFP Þegar vígamenn Íslamska ríkisins hertóku borgina Mosul í norðurhluta Írak, eltu þeir uppi hermenn, lögregluþjóna og fjölskyldur þeirra. Þetta fólk var beittu miklu harðræði og myrt í hundraðatali. Nú er herinn kominn aftur til Mosul og framin eru ódæði gegn ISIS-liðum og stuðningsmönnum þeirra. Óttast er að hefndaraðgerðir hermanna muni viðhalda hringiðu hefndarverka og ofbeldis í landinu.Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við fjóra foringja í herafla Írak í Mosul og allir viðurkenndu þeir að menn þeirra myrtu óvopnaða og handsamaða menn sem grunaðir eru um að vera ISIS-liðar. Hermennirnir neituðu að koma fram undir nafni, þar sem þeir vissu að framferði þeirra væri brot á alþjóðalögum. Hins vegar sögðust þeir telja að rétt væri að gera undantekningu þegar komi að baráttunni gegn ISIS og þá sérstaklega vegna grimmdar ISIS-liða.Köstuðu föngum fram af vegg Meðal þess sem hefur komið upp í baráttunni um Mosul eru myndbönd af hermönnum kasta föngum með bundnar hendur fram af háum vegg. Síðan skutu þeir á lík þeirra. Mannréttindasamtök hafa vakið athygli á slíkum atvikum allt frá því að sóknin gegn Mosul hófst í fyrra. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, viðurkenndi í gær að mannréttindabrot hefðu verið framin í Mosul. Hins vegar væri um einstök atvik að ræða og hét hann því að gerendum yrði refsað. Annar foringi sem AP ræddi við viðurkenndi að hermenn hans hefðu reglulega skotið menn sem íbúar Mosul hafi sagt vera ISIS-liða. „Þegar heill hópur borgara segir okkur: „Hann er ISIS,“ þá skjótum við hann. Þegar þeir standa frammi fyrir manni sem hefur myrt vini þína og fjölskyldumeðlimi geta menn mínir verið svolítið grófir. Fyrir okkur er þetta persónulegt.“Hefur drepið rúmlega 40 Liðsforingi sem einnig var rætt var við sagðist hafa drepið rúmlega 40 vígamenn í leit sinni að tveimur mönnum sem hefðu myrt föður hans fyrir þremur árum. Aðrir hermenn hafa hjálpað honum við yfirheyrslur og drápin. Hann segist vita til þess að margir þeirra hafi ekki komið að morðum ættingja hans. „Ég er ekki eigingjarn með hefnd mína. Ég geri þetta fyrir alla Íraka.“ Maðurinn lýsti því fyrir blaðamanni hvernig vinur hans hefði hringt í hann og sagt að ISIS-liði sem væri frá heimaþorpi hans, þar sem faðir hans var myrtur, hefði verið handsamaður. Hann fékk að vera einn í herbergi með manninum sem hann sagði að hefði verið gamall og skjálfandi af hræðslu. Í ljós kom að maðurinn var frændi annars mannsins sem liðþjálfinn segir að hafi myrt föður sinn. Gamli maðurinn sagði honum hvar frændi hans væri. „Eftir að ég yfirheyrði hann sendi ég hann til helvítis,“ sagði liðþjálfinn við blaðamann AP. Enn fremur sagði liðþjálfinn að ekki væri hægt að reiða sig á dómstóla landsins. ISIS-liðar gætu beitt mútum til að komast undan réttlætinu. „Ég þekki nokkra sem telja svona dráp ekki vera réttlát, en ISIS, þeir eru ekki mennskir. Ég er sá sem held enn í mennsku mína,“ sagði liðþjálfinn sem viðurkenndi að hafa myrt rúmlega 40 manneskjur.Ekkert að sjá hér Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Írak, hershöfðinginn Tahseen Ibrahim, segir yfirvöld ekki hafa vitneskju um eitt hefndarmorð í Mosul. Hvort sem það ætti að hafa verið framkvæmt af hermanni eða borgara. Hann sagði yfirvöld hafa fulla stjórn á ástandinu og að komið væri í veg fyrir hefndarmorð þar sem þau gætu leitt til frekari hefnda og meira ofbeldis. Því er sérfræðingur Human Rights Watch sammála. Belkis Willie segir að ofbeldisaldan ógni öryggi ríkisins. Hefndaraðgerðir kalli eftir frekari hefndum og myndi hringiðu ofbeldis. Haldi misþyrmingar eins og eigi sér stað í Mosul áfram muni ungir Súnnítar keppast við að ganga til liðs við öfgasamtök eins og Íslamska ríkið og al-Qaeda. Það hafi verið mismunun og ofbeldi sem gerði ISIS auðvelt að laða unga menn til sín í fyrstu. Enn fremur sagði Willie að yfirvöld hefðu ekki dregið nokkurn hermann eða yfirmann til ábyrgðar vegna ódæðanna. Írak Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Þegar vígamenn Íslamska ríkisins hertóku borgina Mosul í norðurhluta Írak, eltu þeir uppi hermenn, lögregluþjóna og fjölskyldur þeirra. Þetta fólk var beittu miklu harðræði og myrt í hundraðatali. Nú er herinn kominn aftur til Mosul og framin eru ódæði gegn ISIS-liðum og stuðningsmönnum þeirra. Óttast er að hefndaraðgerðir hermanna muni viðhalda hringiðu hefndarverka og ofbeldis í landinu.Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við fjóra foringja í herafla Írak í Mosul og allir viðurkenndu þeir að menn þeirra myrtu óvopnaða og handsamaða menn sem grunaðir eru um að vera ISIS-liðar. Hermennirnir neituðu að koma fram undir nafni, þar sem þeir vissu að framferði þeirra væri brot á alþjóðalögum. Hins vegar sögðust þeir telja að rétt væri að gera undantekningu þegar komi að baráttunni gegn ISIS og þá sérstaklega vegna grimmdar ISIS-liða.Köstuðu föngum fram af vegg Meðal þess sem hefur komið upp í baráttunni um Mosul eru myndbönd af hermönnum kasta föngum með bundnar hendur fram af háum vegg. Síðan skutu þeir á lík þeirra. Mannréttindasamtök hafa vakið athygli á slíkum atvikum allt frá því að sóknin gegn Mosul hófst í fyrra. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, viðurkenndi í gær að mannréttindabrot hefðu verið framin í Mosul. Hins vegar væri um einstök atvik að ræða og hét hann því að gerendum yrði refsað. Annar foringi sem AP ræddi við viðurkenndi að hermenn hans hefðu reglulega skotið menn sem íbúar Mosul hafi sagt vera ISIS-liða. „Þegar heill hópur borgara segir okkur: „Hann er ISIS,“ þá skjótum við hann. Þegar þeir standa frammi fyrir manni sem hefur myrt vini þína og fjölskyldumeðlimi geta menn mínir verið svolítið grófir. Fyrir okkur er þetta persónulegt.“Hefur drepið rúmlega 40 Liðsforingi sem einnig var rætt var við sagðist hafa drepið rúmlega 40 vígamenn í leit sinni að tveimur mönnum sem hefðu myrt föður hans fyrir þremur árum. Aðrir hermenn hafa hjálpað honum við yfirheyrslur og drápin. Hann segist vita til þess að margir þeirra hafi ekki komið að morðum ættingja hans. „Ég er ekki eigingjarn með hefnd mína. Ég geri þetta fyrir alla Íraka.“ Maðurinn lýsti því fyrir blaðamanni hvernig vinur hans hefði hringt í hann og sagt að ISIS-liði sem væri frá heimaþorpi hans, þar sem faðir hans var myrtur, hefði verið handsamaður. Hann fékk að vera einn í herbergi með manninum sem hann sagði að hefði verið gamall og skjálfandi af hræðslu. Í ljós kom að maðurinn var frændi annars mannsins sem liðþjálfinn segir að hafi myrt föður sinn. Gamli maðurinn sagði honum hvar frændi hans væri. „Eftir að ég yfirheyrði hann sendi ég hann til helvítis,“ sagði liðþjálfinn við blaðamann AP. Enn fremur sagði liðþjálfinn að ekki væri hægt að reiða sig á dómstóla landsins. ISIS-liðar gætu beitt mútum til að komast undan réttlætinu. „Ég þekki nokkra sem telja svona dráp ekki vera réttlát, en ISIS, þeir eru ekki mennskir. Ég er sá sem held enn í mennsku mína,“ sagði liðþjálfinn sem viðurkenndi að hafa myrt rúmlega 40 manneskjur.Ekkert að sjá hér Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Írak, hershöfðinginn Tahseen Ibrahim, segir yfirvöld ekki hafa vitneskju um eitt hefndarmorð í Mosul. Hvort sem það ætti að hafa verið framkvæmt af hermanni eða borgara. Hann sagði yfirvöld hafa fulla stjórn á ástandinu og að komið væri í veg fyrir hefndarmorð þar sem þau gætu leitt til frekari hefnda og meira ofbeldis. Því er sérfræðingur Human Rights Watch sammála. Belkis Willie segir að ofbeldisaldan ógni öryggi ríkisins. Hefndaraðgerðir kalli eftir frekari hefndum og myndi hringiðu ofbeldis. Haldi misþyrmingar eins og eigi sér stað í Mosul áfram muni ungir Súnnítar keppast við að ganga til liðs við öfgasamtök eins og Íslamska ríkið og al-Qaeda. Það hafi verið mismunun og ofbeldi sem gerði ISIS auðvelt að laða unga menn til sín í fyrstu. Enn fremur sagði Willie að yfirvöld hefðu ekki dregið nokkurn hermann eða yfirmann til ábyrgðar vegna ódæðanna.
Írak Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira