Erlent

Eldsvoði í Camden

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um sjötíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nótt.
Um sjötíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nótt.
Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn. Byggingin sem verst varð úti er þriggja hæða og virðist sem eldurinn hafi komið upp á annarri hæð hússins.

Eldsins varð vart rétt fyrir miðnætti að enskum tíma og tæpum fjórum tímum síðar hafði tekist að slökkva þótt enn sé viðbúnaður á svæðinu, að því er fram kemur í frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar.

Svo virðist sem enginn hafi slasast í brunanum en árið 2008 kom upp mikill eldur í markaðinum, þannig að loka þurfti í nokkra mánuði.

Camden markaðurinn er afar vinsæll ferðamannastaður.


Tengdar fréttir

Markaður í Camden í ljósum logum

Mikill eldur geisar í Lockmarkaðinum í Camdenhverfi Lundúna. Yfir tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og vinna nú yfir sjötíu slökkviliðsmenn að slökkvistarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×