Enski boltinn

Gylfi Þór ekki í leikmannahópi Swansea á móti Birmingham

Elías Orri Njarðarson skrifar
Gylfi í æfingaleik á móti Barnet fyrr í mánuðnum
Gylfi í æfingaleik á móti Barnet fyrr í mánuðnum visir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með velska liðinu í æfingaleik á móti Birmingham sem fer fram seinna í dag.

Gylfi, sem hefur verið sterklega orðaður við brottför frá velska liðinu, mætti til æfinga í vikunni eftir að hafa sleppt æfingaferð til Bandaríkjanna með Swansea vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu.

Everton hefur leitt kapphlaupið um landsliðsmanninn knáa en forráðamenn Swansea hafa hafnað tveimur tilboðum í Gylfa, en annað þeirra hljóðaði upp á 45 milljónir punda.

Spennandi verður að sjá næstu daga hvernig þetta endar, hvort Gylfi Þór haldi kyrru fyrir í Swansea eða hvort hann færi sig yfir í annað lið í ensku úrvalsdeildinni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×