Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira