Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira