Fótbolti

Birkir og Arnór spiluðu báðir í jafntefli gegn Eskilstuna

Elías Orri Njarðarson skrifar
Birkir Már er lykilmaður í liði Hammarby
Birkir Már er lykilmaður í liði Hammarby visir/getty
Lið Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta gerðu markalaust jafntefli við Eskilstuna í dag.

Gengi Eskilstuna á tímabilinu hefur verið afleitt en liðið sat í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag með 11 stig. Hammarby sat í því níunda með 28 stig.

Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru báðir í byrjunarliðið Hammarby í dag og spiluðu allan leikinn. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi liðsins en hann er að öllum líkindum á förum frá félaginu.

Fátt var um fína drætti í leiknum og hvorugu liðanna náði að skora og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Kári Árnason sat allan tímann á varamannabekk Aberdeen í 4-3 sigri liðsins á Partick Thistle í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aberdeen tilti sér á toppinn í deildinni með sigrinum en Aberdeen hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×