Fótbolti

Fleiri félög hafa áhuga á Birni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann hefur átt mjög gott tímabil með Molde. Hér er hann í leik með íslenska landsliðinu.
Björn Bergmann hefur átt mjög gott tímabil með Molde. Hér er hann í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Það er mikill áhugi á Birni Bergmanni Sigurðarsyni sem hefur slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Vísir greindi frá því að rússneska félagið Rostov hefði áhuga á kappanum og vildi kaupa hann.

Hingað til hefur Molde hafnað tilboðum annarra liða í Björn Bergmann en Rostov lagði fram nýtt tilboð í gær, samkvæmt fréttavef VG í Noregi. Talið er að tilboðið sé meira en tíu milljónir norskra króna, jafnvirði 136 milljóna íslenskra króna.

Sjá einnig: Rostov vill kaupa Björn Bergmann

Í fyrirsögn VG segir að það sé komið upp tilboðsstríð í Björn Bergmann en Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfestir að það sé áhugi á kappanum.

Björn Bergmann er næstmarkahæsti leikmaður norsku deildarinnar og næsthæstur í einkunnagjöf VG. Molde er enn í baráttu um efstu sætin í Noregi og komið í 8-liða úrslit bikarsins þar í landi.

Rostov er einnig félag Sverris Inga Ingasonar sem hélt til Rússlands í sumar. Magnús Agnar er einnig umboðsmaður hans.


Tengdar fréttir

Sverrir Ingi og félagar unnu fjórða leikinn í röð

Sverrir Ingi Ingason og félagar í FK Rostov unnu fjórða leik sinn í röð í rússnesku deildinni en þrátt fyrir að lenda undir snemma seinni hálfleiks á útivelli vann Rostov 4-1 sigur og komst upp að hlið toppliðum rússnesku deildarinnar.

Gengið vonum framar þrátt fyrir nefbrot í fyrsta leik

Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í sterkustu vörn rússnesku úrvalsdeildarinnar. Hann kann vel við sig hjá Rostov sem hefur byrjað tímabilið af krafti. Sverrir er rólegur yfir stöðu sinni í íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×