Rooney leggur landsliðsskóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2017 12:12 Wayne Rooney er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. vísir/getty Wayne Rooney hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir England. Hann ætlar að einbeita sér að því að spila fyrir Everton. Í tilkynningu sem Rooney sendi frá sér í dag sagði hann að hann væri hættur í landsliðinu. Þar kom einnig fram að landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate hefði viljað velja hann í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Möltu og Slóvakíu í næsta mánuði. Rooney hafnaði hins vegar boði Southgates.Dreams can come true and playing for @England has been exactly that. Thanks to everyone involved it's been amazing - https://t.co/GfiT7oVCpx— Wayne Rooney (@WayneRooney) August 23, 2017 Rooney lék sinn fyrsta landsleik gegn Ástralíu 12. febrúar 2003, þá aðeins 17 ára og 111 daga gamall. Hann er yngsti landsliðsmaður Englands frá upphafi. Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir England í 1-2 útisigri á Makedóníu 6. september 2003. Hann er yngsti markaskorari Englands frá upphafi, 17 ára og 317 daga gamall. Rooney lék alls 119 landsleiki fyrir England og skoraði 53 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins og sá næstleikjahæsti. Aðeins markvörðurinn Peter Shilton hefur leikið fleiri landsleiki fyrir England (125) en Rooney. Rooney tók við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu af Steven Gerrard eftir HM 2014. Rooney spilaði á sex stórmótum fyrir England; þremur Evrópumótum og þremur heimsmeistaramótum. Rooney lék sinn síðasta landsleik fyrir England 11. nóvember í fyrra, þegar enska liðið vann 3-0 sigur á því skoska á Wembley.53 goals. 119 games. Forever a #ThreeLions legend. Thank you, @WayneRooney. pic.twitter.com/j5iT6XHJKz— England (@England) August 23, 2017 Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Wayne Rooney hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir England. Hann ætlar að einbeita sér að því að spila fyrir Everton. Í tilkynningu sem Rooney sendi frá sér í dag sagði hann að hann væri hættur í landsliðinu. Þar kom einnig fram að landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate hefði viljað velja hann í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Möltu og Slóvakíu í næsta mánuði. Rooney hafnaði hins vegar boði Southgates.Dreams can come true and playing for @England has been exactly that. Thanks to everyone involved it's been amazing - https://t.co/GfiT7oVCpx— Wayne Rooney (@WayneRooney) August 23, 2017 Rooney lék sinn fyrsta landsleik gegn Ástralíu 12. febrúar 2003, þá aðeins 17 ára og 111 daga gamall. Hann er yngsti landsliðsmaður Englands frá upphafi. Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir England í 1-2 útisigri á Makedóníu 6. september 2003. Hann er yngsti markaskorari Englands frá upphafi, 17 ára og 317 daga gamall. Rooney lék alls 119 landsleiki fyrir England og skoraði 53 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins og sá næstleikjahæsti. Aðeins markvörðurinn Peter Shilton hefur leikið fleiri landsleiki fyrir England (125) en Rooney. Rooney tók við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu af Steven Gerrard eftir HM 2014. Rooney spilaði á sex stórmótum fyrir England; þremur Evrópumótum og þremur heimsmeistaramótum. Rooney lék sinn síðasta landsleik fyrir England 11. nóvember í fyrra, þegar enska liðið vann 3-0 sigur á því skoska á Wembley.53 goals. 119 games. Forever a #ThreeLions legend. Thank you, @WayneRooney. pic.twitter.com/j5iT6XHJKz— England (@England) August 23, 2017
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira