Erlent

Níutíu látnir í monsúnrigningum í Bangladess

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum björgunarsveita í Bangladess.
Frá aðgerðum björgunarsveita í Bangladess. Vísir/AFP
Níutíu manns hafa látið lífið í miklum monsúnrigningum í suðausturhluta Bangladess á síðustu dögum. Rea Rangamatiz Ahmed, talsmðaur yfirvalda, segir að flestir hafi látið lífið í aurskriðum.

„Björgunarstarf stendur yfir. Fjöldi látinna kann að hækka, þar sem enn hefur ekki tekist að ná til sumra svæða,“ segir Ahmed.

Í frétt Aftonbladet segir að um sextíu hafi látist í aurskriðum sem féllu á heimili á afskekktum svæðum í Rangamati-héraði, nærri landamærunum að Indlandi.

Þá eiga 26 að hafa látið lífið í aurskriðum í héraðinu Chittagong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×