Erlent

Tugir fórust í skriðum í Bangladess

Kjartan Kjartansson skrifar
Vísir/AFP
Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa farist í skriðum í suðausturhluta Bangladess. Einar mestu monsúnrigningar síðari ára hafa valdið skriðuföllunum.

Tuga til viðbótar er saknað í Chittagong-hæðum að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Slæmt veður hefur torveldað björgunarstarf og er óttast að enn fleiri kunni að hafa farist. Á sumum svæðum er ennfremur rafmagns- og símasambandslaust.

Úrhellið hefur einnig sett umferð í höfuðborginni Dhaka og hafnarborginni Chittagong úr skorðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×