Erlent

Danir skoða ókeypis sálfræðiþjónustu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Kvíða- og þunglyndissjúklingar á Englandi fá sálfræðiþjónustu án endurgjalds.
Kvíða- og þunglyndissjúklingar á Englandi fá sálfræðiþjónustu án endurgjalds. vísir/getty
Danir rannsaka nú hvort sami árangur muni nást í Danmörku og á Englandi af því að bjóða ókeypis þjónustu sálfræðinga. Frá 2008 hafa kvíða- og þunglyndissjúklingar á Englandi getað fengið sálfræðiþjónustu á kostnað ríkisins. Hingað til hafa 500 þúsund Englendingar notið góðs af slíkri þjónustu.

Kaj Sparle Christensen, prófessor við Árósaháskóla, segir sjúklingana ná bata fyrr og snúa fyrr til vinnu. Þess vegna sé endurgjaldslaus sálfræðiþjónusta hagur fyrir samfélagið. Danska ríkisútvarpið segir stjórnmálamenn bíða spennta eftir niðurstöðum rannsókna sérfræðinga á áhrifunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×