Vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi United Silicon verði rannsökuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“ Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“
Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06