Erlent

Mörg hundruð milljóna króna hádegisverður

Greiða þarf fúlgur fjár til þess að fá að snæða með Warren Buffett. Fréttablaðið/EPA
Greiða þarf fúlgur fjár til þess að fá að snæða með Warren Buffett. Fréttablaðið/EPA
VIÐSKIPTI Hádegisverður með fjárfestinum Warren Buffett var í nýliðinni viku sleginn hæstbjóðanda fyrir 2,7 milljónir dala, sem jafngildir um 265 milljónum króna. Um árlegt uppboð er að ræða, þar sem áhugasömum gefst kostur á að vinna hádegisverð með spámanninum frá Omaha, en ágóðinn rennur allur til góðgerðarsamtaka. Hæstbjóðandi vildi ekki láta nafns síns getið. Hann má taka með sér allt að sjö gesti en máltíðin verður snædd á steikhúsinu Smith & Wollensky í New York. Uppboðið stóð í fimm daga en hæsta tilboð nam 2,3 milljónum dala, allt þar til á síðustu mínútum að hærra tilboð barst. Alls hefur Buffet safnað yfir 25 milljónum dala til góðgerðarmála með þessum hætti. – kij



Fleiri fréttir

Sjá meira


×