Björgvin Páll nýtur lífsins á Íslandi: Vinnur með krökkum með fjölþættan vanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 19:30 Björgvin Páll Gústavsson varði 18 skot, eða tæpan helming þeirra skota sem hann fékk á sig, þegar Haukar unnu ÍR, 21-19, í 1. umferð Olís-deildar karla í gær. Þetta var fyrsti leikur Björgvins í Olís-deildinni síðan 2008. Landsliðsmarkvörðurinn nýtur þess að vera kominn heim. Hann er með mörg járn í eldinum en auk þess að spila með Haukum er Björgvin í tveimur vinnum. „Ég er glaður að vera kominn heim og í íslenska boltann. Það sem er að gerast í kringum hann er æðislegt,“ sagði Björgvin í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann finnur sig betur hérna heima en í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi. „Mér finnst þetta skemmtilegra. Það er miklu meiri ástríða og menn eru að gera þetta fyrir allt önnur gildi,“ sagði Björgvin sem segist ekki sakna Þýskalands. „Í rauninni ekki. Ég væri að ljúga ef ég segði já. Ég var búinn að sakna Íslands í níu ár og er loksins kominn heim. Ég kem heim á góðum aldri og get látið til mín taka í atvinnulífinu og boltanum.“ Eins og áður sagði er Björgvin upptekinn maður, enda í tveimur vinnum. „Ég er markaðsstjóri hjá fyrirtæki sem heitir TMARK og svo er ég að vinna í Vinakoti sem er úrræði fyrir krakka með fjölþættan vanda,“ sagði Björgvin. „Ég er að vinna með krökkum sem voru í sömu sporum og ég þegar ég var yngri. Handboltinn bjargaði mér en það hafa ekki allir handboltann eða sportið. Það þarf að finna hvað krökkunum finnst gaman, nýta það og gera þá að sterkari einstaklingum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik "Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 11. september 2017 20:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. 11. september 2017 20:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson varði 18 skot, eða tæpan helming þeirra skota sem hann fékk á sig, þegar Haukar unnu ÍR, 21-19, í 1. umferð Olís-deildar karla í gær. Þetta var fyrsti leikur Björgvins í Olís-deildinni síðan 2008. Landsliðsmarkvörðurinn nýtur þess að vera kominn heim. Hann er með mörg járn í eldinum en auk þess að spila með Haukum er Björgvin í tveimur vinnum. „Ég er glaður að vera kominn heim og í íslenska boltann. Það sem er að gerast í kringum hann er æðislegt,“ sagði Björgvin í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann finnur sig betur hérna heima en í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi. „Mér finnst þetta skemmtilegra. Það er miklu meiri ástríða og menn eru að gera þetta fyrir allt önnur gildi,“ sagði Björgvin sem segist ekki sakna Þýskalands. „Í rauninni ekki. Ég væri að ljúga ef ég segði já. Ég var búinn að sakna Íslands í níu ár og er loksins kominn heim. Ég kem heim á góðum aldri og get látið til mín taka í atvinnulífinu og boltanum.“ Eins og áður sagði er Björgvin upptekinn maður, enda í tveimur vinnum. „Ég er markaðsstjóri hjá fyrirtæki sem heitir TMARK og svo er ég að vinna í Vinakoti sem er úrræði fyrir krakka með fjölþættan vanda,“ sagði Björgvin. „Ég er að vinna með krökkum sem voru í sömu sporum og ég þegar ég var yngri. Handboltinn bjargaði mér en það hafa ekki allir handboltann eða sportið. Það þarf að finna hvað krökkunum finnst gaman, nýta það og gera þá að sterkari einstaklingum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik "Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 11. september 2017 20:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. 11. september 2017 20:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik "Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 11. september 2017 20:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. 11. september 2017 20:00