Bubbi skýtur á forsetann eftir að hann fór rangt með texta úr Rómeó og Júlíu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 20:51 Guðni Th. Jóhannesson Vísir/Anton Brink Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skýtur glettilega á forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Twitter eftir að sá síðarnefndi fór rangt með texta lagsins Rómeó og Júlía á kynningarfundi í Kelduskóla í morgun. Fundurinn var haldinn í tilefni af forvarnardeginum sem verður í skólum landsins á miðvikudag. Í ræðu sinni í Kelduskóla fór Guðni yfir það hverjar væru öflugustu forvarnirnar og sagði að hægt væri að fara þá leið að benda á hörmulegar afleiðingar fíkniefnaneyslu. „Þegar ég var ungur þá gaf Bubbi Morthens góða innsýn inn í þann heim, betur en maður getur gert með svona ræðu, í laginu um Rómeó og Júlíu. Þið krakkar vitið kannski ekkert hvaða lag það er þannig að ég skal þylja smá úr því,“ sagði Guðni og þuldi upp: „Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar.“ Þarna sagði Guðni „næturnar“ í stað „göturnar“. Einnig fór hann rangt með að það mætti sjá Júlíu ganga, því í laginu syngur Bubbi: Sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása í von um líf í æðarnar.Bubbi segir á Twitter að forsetanum leyfist allt og nú muni hann syngja „næturnar“ í stað „göturnar“ í Rómeó og Júlíu.Forsetanum leyfist allt nú sing ég næturnar í stað götunar Rómeó og Júlía virðing— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) October 2, 2017 Uppfært kl 22:10 Forsetinn fór á Twitter til að biðja Bubba afsökunar og grínaðist með að það hefði verið eins gott að hann reyndi ekki að fara með texta úr Kál og hníf. Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur :)— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017 Ræðu forsetans má heyra á vef Ríkisútvarpsins en hann vitnaði frænda sinn Jóa P. og félaga hans Chase sem hafa gert garðinn frægan með laginu Ég vil það. Guðni neitaði þó að rappa línu úr laginu en vitnaði í textabrotið að forsetasið: „Ég er clean, sippa ekki, fæ mér ekki í glas. Slakur á góðu róli í góðum félagsskap. Ég er slakur að njóta og lifa, fagur dagur, já góður, ég finn það,“ sagði Guðni og botnaði svo: „Já, eða slaggur, að njódda og liffa.“ Tengdar fréttir Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skýtur glettilega á forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Twitter eftir að sá síðarnefndi fór rangt með texta lagsins Rómeó og Júlía á kynningarfundi í Kelduskóla í morgun. Fundurinn var haldinn í tilefni af forvarnardeginum sem verður í skólum landsins á miðvikudag. Í ræðu sinni í Kelduskóla fór Guðni yfir það hverjar væru öflugustu forvarnirnar og sagði að hægt væri að fara þá leið að benda á hörmulegar afleiðingar fíkniefnaneyslu. „Þegar ég var ungur þá gaf Bubbi Morthens góða innsýn inn í þann heim, betur en maður getur gert með svona ræðu, í laginu um Rómeó og Júlíu. Þið krakkar vitið kannski ekkert hvaða lag það er þannig að ég skal þylja smá úr því,“ sagði Guðni og þuldi upp: „Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar.“ Þarna sagði Guðni „næturnar“ í stað „göturnar“. Einnig fór hann rangt með að það mætti sjá Júlíu ganga, því í laginu syngur Bubbi: Sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása í von um líf í æðarnar.Bubbi segir á Twitter að forsetanum leyfist allt og nú muni hann syngja „næturnar“ í stað „göturnar“ í Rómeó og Júlíu.Forsetanum leyfist allt nú sing ég næturnar í stað götunar Rómeó og Júlía virðing— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) October 2, 2017 Uppfært kl 22:10 Forsetinn fór á Twitter til að biðja Bubba afsökunar og grínaðist með að það hefði verið eins gott að hann reyndi ekki að fara með texta úr Kál og hníf. Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur :)— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017 Ræðu forsetans má heyra á vef Ríkisútvarpsins en hann vitnaði frænda sinn Jóa P. og félaga hans Chase sem hafa gert garðinn frægan með laginu Ég vil það. Guðni neitaði þó að rappa línu úr laginu en vitnaði í textabrotið að forsetasið: „Ég er clean, sippa ekki, fæ mér ekki í glas. Slakur á góðu róli í góðum félagsskap. Ég er slakur að njóta og lifa, fagur dagur, já góður, ég finn það,“ sagði Guðni og botnaði svo: „Já, eða slaggur, að njódda og liffa.“
Tengdar fréttir Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30