Innlent

Stefna stjórnvalda ekki borið árangur

Sveinn Arnarsson skrifar
Við erum langt á eftir hinum EFTA ríkjunum að taka upp tilskipanir í gegnum EES samninginn. Að mati ESA þurfa stjórnvöld að gera betur.
Við erum langt á eftir hinum EFTA ríkjunum að taka upp tilskipanir í gegnum EES samninginn. Að mati ESA þurfa stjórnvöld að gera betur. Vísir/EFTA
Innleiðingarhalli íslenskra stjórnvalda á reglugerðum á grundvelli EES samningsins hefur staðið í stað í nokkurn tíma og er 2,2 prósent þrátt fyrir stefnu stjórnvalda um að ná innleiðingarhallanum niður fyrir eitt prósent á fyrri hluta árs 2015.

Ný skýrsla ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um innleiðingarhalla EFTA ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, sýnir að Ísland er mjög seint í samanburði við hinar þjóðirnar að taka upp reglugerðir EES. Innleiðingarhalli Íslands fór hæst í rúm þrjú prósent árið 2013 en lægst hefur hann farið í 1,8 prósent í nóvember 2015.

Í mars árið 2014 setti Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, markmið stjórnvalda sem fólust í því að laga þennan innleiðingarhalla og koma í veg fyrir að íslensk stjórnvöld yrðu dregin fyrir EFTA dómstólinn vegna vanefnda á EES samningnum. „Á árinu 2014 verði upptöku gerða í EES-samninginn hraðað umtalsvert og eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli EES gerða orðinn undir 1 prósenti,“ stóð í stefnunni.

Í nýjustu skýrslunni kemur fram að Íslandi hefur mistekist að bæta stöðu sína. Af þeim tilskipunum sem Ísland á að vera búið að innleiða vantar enn upp á átján þeirra, þar af hafa fimm tilskipanir átt að vera komnar í notkun hér fyrir tveimur árum eða meira. Einnig skortir 70 reglugerðir frá EES sem ekki hafa verið teknar upp. Að mati ESA þurfa Íslensk stjórnvöld að gyrða sig í brók hvað þetta varðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×